
Á þessari bloggsíðu geng ég undir nafniu "designsalot" þó svo að innskráningarnafn mitt sé "jonathangerlach." Ég hef hefðbundna e-mail addressu í vinnunni sem er jonni(hjá)idega.is en á gmail er ég jonni1977(hjá)gmail.com. Ekkert af þessum venjulegu nöfnum voru til þegar ég ætlaði að stofna mér Flickr reikning svo þar þurfti ég að notast við "kastaniubrunn." Á MSN nota ég vinnu netfangið sem er ágætt en á iChat þarf ég að nota jonni1977(hjá)mac.com. Á Skype er ég svo bara "jonni1977" eins og á Apple umræðuvefnum. Á vínvefnum corkd.com heiti ég gælunafni mínu "jonni" og á yahoo heiti ég bæði "skapalondesign" og "jonni1977jonni" (já, ótrúlegt ég veit) Á umræðuvef Arsenal heiti ég "gerlach" en á Ljósmyndakeppni.is heiti ég svo aftur "jonni."
Svona mætti lengi telja og er ég ekki einusinni byrjaður á Amazon, eBay og öllum þeim on-line verslunum sem maður hefur heimsótt um ævina.
Eins og sjá má er kennileiti mitt því mjög óreglulegt. Þessum notendanöfnum fylgir svo oft mismunandi aðgangsorð svo ennþá erfiðara verður að skrá sig inn á þessa staði ef maður man ekki allt frá A til Ö. Staðreyndin er sú að finna upp á einu notandanafni sem hægt er að nota á öllum þessum vefjum samstundis er næstum útilokað. Það er sama hverju maður finnur upp á, það er alltaf einhver búinn að taka það frá.
Það er þó von fyrir félaga mína í hönnunargeiranum á Íslandi því þeir/þau bera falleg íslensk nöfn sem hægt er að nýta sér. Ber þar helst að nefna Dagný Reykjalín sem oft notar "daia" eða bara "reykjalin." Ragnar Freyr kunningi minn hefur þetta einfalt og notar bara "ragnarfreyr" og/eða hönnunarnafn sitt "onrush." Egill Harðar notar nafnið "egillhardar" á flest öllum stöðum (bloggið, porfolio-inu, Flickr, del.icio.us osfrv.)
Ég ætla að leggja höfuðið í bleyti. Ímynd mín á netinu þarf yfirhalningu eða "brand make-over." Þeir sem hafa þegar fengið hugmyndir eru vinsamlegast beðnir að skilja eftir komment hér fyrir neðan, ég yrði mjög þakklátur.
1 ummæli:
"Flame-boy" !!! ;o)
Skrifa ummæli