sunnudagur, júní 25, 2006

Helgin

Enn ein fín helgi að baki og ekki úr vegi að líta um öxl og telja upp það markverðasta.

Fimmtudagur: Unnum fyrsta bikarleik sumarsins 2-3 eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Sigurmarkið skoraði Jón "sekkur" 10 sekúndum fyrir leikslok. Fín byrjun á helginni.

Föstudagur: Vaknaði þunnur eftir mikla bjórdrykkju og pokerspil kvöldið áður. Ekki svo góð byrjun á deginum. Kreisti út nokkra tíma í vinnunni og tók svo ræmugláp með húsfrúnni um kvöldið.

Laugardagur: Fórum snemma upp í Bröndby Strandpark þar sem ég hafði mælt mér mót við mann. Hann ætlaði að selja mér hjól sem ég hafði fundið á smáauglýsingavef dba.dk. Mér leist svo vel á hjólið að ég keypti það á staðnum. Við tókum svo lestina heim aftur og Guðjón Ingi fékk að leggja sig í nokkra tíma áður en við héldum aftur á stað út. Fór með Erlu á nýja fáknum í dýragarðinn þar sem við skoðuðum dýrin í blíðskaparveðri. Guðjón Ingi skemmti sér konunglega og tók nokkrar geitur taki við litla hrifningu þeirra.

Sunnudagur: Við höfðum greinilega ekki labbað nóg á laugardeginum því í dag löbbuðum við þvert yfir Kaupmannahöfn. Tókum lestina niður í miðbæ, fórum rúnt í Tívolí og GI fékk að prufa öll uppáhalds tækin sín. Þaðan löbbuðum við niður Strikið og kíktum í búðir (þær sem opnar voru þeas.) GI sofnaði svo í kerrunni og við Erla fengum okkur lunch á Nyhavn í steykjandi sól og hita. Héldum aftur af stað og kíktum á Amalienborg og nokkra listigarða í hverfinu. Nú erum við komin heim og ekki laust við að fyrsti bruni sumarsins sé að líta dagsins ljós .......

Engin ummæli: