laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó og jibbí

... þá er kominn 17. júní. Ekki eins og maður taki mikið eftir því hérna enda hefur þjóðhátíðardagur Íslendinga lítið með Dani að gera. Svo er ekki einusinni rigning ...

Annars hefur myndast örlítið tóm hjá okkur Erlu. Þórhallur og Þórunn fóru yfir hafið mikla í gærkvöldi og runi og Heiðrún lögðu af stað í ferðina löngu í morgun. Við Erla og Guðjón Ingi erum því allt í einu orðin ein eftir í góða veðrinu.

Á eftir ætlum við þó að reyna að halda upp á þjóðhátíðardaginn með öðrum Íslendingum sem sáu sér sóma í að eyða sumrinu í Danmörku. Sá fögnuður verður haldinn á Amager Strand að hætti Íslendingafélagsins. Vonum að það verði eitthvað í líkingu við miðbæ Reykjavíkur á góðum degi.

Leikur á morgun við Beckham Boys. Verðum að komast aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki ... það er algjört must.

Engin ummæli: