mánudagur, júní 12, 2006

Auglýsinga M(bl)anía

Er það bara ég eða er mbl.is að fara vel yfir strikið með þessum nýju auglýsingaborðum efst á síðunni. Þessi síða er orðin eins og argasti smáauglýsingavefur. Þetta er óþolandi.

Sjálfur skoða ég (eins og flestir Íslendingar) þessa síðu nokkuð reglulega, jafnvel oft á dag. Síðan verður auðvitað hæg fyrir vikið enda þarf að hlaða niður öllum þessum ósóma áður en maður getur farið að lesa það sem skiptir mestu máli, fréttir.

Ég tók að gamni skjámynd af vefnum (sjá hér)eins og hann er í dag og merki auglýsingar með rauðum lit. Það má nokkuð greinilega sjá hversu mikið pláss auglýsingarnar eru í raun að taka. Það er allavega mjög lítið pláss fyrir alvöru efni.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Ég er alveg sammála þessum viðbjóði á mbl.is Ég er alveg hætt að nenna að skoða hann í safari og nota frekar firefox með adblock og það svínvirkar þó að vefurinn verði þá í staðinn með nettum eyðum en það er þó betra en allt helv... blikkdæmið

ble Eva