þriðjudagur, maí 09, 2006

Smekkfull helgi


Aldeilis búið að ganga mikið á síðustu daga. Pabbi hennar Erlu og konan hans Guðrún komu í heimsókn á fimmtudaginn síðasta, afmælisdaginn hans Guðjóns Inga. Erla var búin að vera alveg á kafi í verkefni fyrir skólann sem hún svo kláraði á föstudaginn. Á föstudaginn kíktum við aðeins niður á Strikið í blíðunni sem er búin að vera hérna síðustu daga. Settumst niður á Café Norden og sleiktum sólina fram undir kvöldmat.

Á laugardeginum var svo komið að mikilvægum fótboltaleik fyrir FC Island. Við áttum FC Punanni á útivelli og mikilvægt fyrir okkur að tapa ekki stigum ef við ætluðum að blanda okkur í toppbaráttuna í ár. Blíðan var þvílík og liðið vel stemmt. Lokatölur voru 3-7 frábæru liði Íslands í hag. Einstaklega sætur sigur og vill ég meina að sjaldan hafi verið eins svakaleg innkoma eins rauðærðs manns í hægri bakvörðinn! Menn höfðu það jafnvel á orði á bekknum að þetta væri eitthvað meðfætt ... læt það nú vera. Eftir leikinn fórum við fjölskyldan ásamt "ömmu og afa" niður á Nyhavn þar sem við skelltum okkur í klukkutíma siglingu með fararstjórn. Alltaf gaman að sigla um kanala Kaupmannahafnar.

Á sunnudeginum var svo slegið upp veislu til heiðurs litlu frændunum, þeim Guðjón Inga (2 ára) og Kristjáni Daða (1 árs). Þeir eiga afmæli með eins dags millibili svo það var kjörið að slá þessu saman. Auðvitað komu fullt af gestum í heimsókn með pakka undir báðum höndum. Við sátum úti í góða veðrinu og borðum kökur og heita rétti að hætti Erlu og Heiðrúnar. Svo voru pakkarnir opnaðir og fékk Guðjón Ingi ma. risa stóran bangsa frá Bølle, þríhjól og rugguhest frá Anettu frænku sinni, bækur og liti, Kardimommubæinn, bíl, lest, kubbasett, sundkúta og auðvitað fullt af fötum og höttum :) Yndislegt, takk kærlega fyrir okkur :)

Til að fullkomna daginn fórum við betri helmingurinn á Radiohead tónleika um kvöldið með fríðu föruneyti. Tónleikarnir fóru fram í KB hallen sem er auðvitað hérna í bakgarðinum hjá okkur svo auðvitað héldum við partý fyrir fólkið áður en við þrömmuðum yfir. Tónleikarnir voru mjög góðir og fólk greinilega vel stemmt. Hitinn náði sennilega sögulegu hámarki undir lok tónleikanna og sennilega hefur hitinn farið vel yfir 50 stig þarna inni, enda engin loftræsting ... ekki einusinni gluggi!! Guðjón Ingi var svo bara hjá afa sínum og ömmu gurru uppi á hótelherbergi um nóttina í góðum gír. Algjör engill.

Gærdeginum (mánudagur) vörðum við svo í Tivoli í alveg frábæru veðri. Fórum með Guðjón Inga í öll tækin, fórum á Ítalska staðinn sem er í miklu uppáhaldi og fengum okkur auðvitað ís og pönnuköku. Virkilega ánægjulegur dagur í miðbænum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I dag er det Jonnis fødselsdag!
Hurra! Hurra! Hurra!
Han sikkert sig en gave får
som han har ønsket sig i år
og dejlig chokolade med kage til.

Til hamingju með daginn gamli minn,
Kv. Þórunn

Jonni sagði...

vííííííííí ... I'm old!