Að öllu jafna labba ég frá Frederiksgade niður að Kongens Nytorv eftir vinnu til að taka Metro heim. Hef í raun ekkert á móti því, alltaf frískandi að fá sér smá labbitúr eftir langan vinnudag. Í gær breytti ég þó aðeins til, þó ekki viljandi. Ég setti iPod-inn minn í gang og kveikti á nýjasta disk Sigur Rósar, Takk.
Það er eins og öll ferðin heim breyttist í lítið ævintýri. Allt fólkið á leiðinni breyttist í einskonar söguhetjur, ég get eiginlega ekki úskýrt það betur. Tónlistin er svo draumfengin og dulúðleg að maður fer ósjálfátt að "spá" í fólki í kringum sig. Hvernig persóna er þetta? Hvaðan kemur þessi? Hvert eru þau að fara?
Fyrir þá sem vilja upplifa þessa tilfinningu þá mæli ég með einu stk. iPod, Sigur Rós og hressandi göngu í miðbænum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli