Um daginn var haldið hið árlega þorrablót Íslendingafélagsins hér í Kaupmannahöfn. Fögnuðurinn var haldinn í Nimbs í Tívolí og margt um manninn, sennilega hátt í 300 manns (400 með öllum öryggisvörðunum!). Veislan fór vel fram og fagnaði ég með félögum mínum í Fótboltafélaginu Guðrúnu fyrsta sæti í Icelandair Open (sem fór fram fyrr um daginn). Einhverjum ljósmyndaranum þótti það svo merkilegt að hann/hún tók af okkur (ég, Ingi, Jón Auðunn og Baldvin) mynd og sendi í Hér & Nú. Ég er því í blaði með ekki minni mönnum en Bubba, Sirrý og Jessicu Simpson.
Sækjið blaðið hér (bls 41)
... og til hamingju með afmælið í dag Runi!! :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli