þriðjudagur, mars 07, 2006

Ruglið

Enn og aftur var Metro-ið í ruglinu í morgun. Ekki að það gerist á hverjum degi en manni finnst það samt gerast allt of oft. Þegar ég mætti á Flintholm í morgun var pallurinn pakkaður af fólki. Þar sem ég er einstaklega "slank" (eins og danskurinn segir) þá náði ég að vippa mér fremst í röðina og koma mér inn í næstu lest (beið þó í 10 mín í frjósandi kulda). Ekki skánaði ástandið þegar nær dróg miðbænum, fólk í hópum að reyna að troða sér inn í þegar smekkfulla lestina. Þetta var eiginlega hálf klúðurslegt. Var þó með iPod-inn í eyrunum og sló ég taktinn með De La Soul. Erfitt að kvarta yfir seinni lest þegar maður heyrir þessa snillinga rappa um það hvernig sé að alast upp í gettó-inu. Þar flokkast lestir undir lúxus samgöngur ...

Engin ummæli: