Mikið var gaman að sjá Arsenal komast áfram í Meistaradeildinni í gærkveldi. Leikurinn fór fram á Highbury og óhætt að segja að mikið hafi verið í húfi fyrir bæði lið (Arsenal og Real Madrid þeas.) Fyrir leikinn áttu þessi lið aðeins einn möguleika á titli í ár og var það Meistaradeildar titillinn. Leikurinn endaði 0-0 en var þó hin besta skemmtun og ég var alveg að fara á taugum undir lokin (Arsenal komst áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0).
Óska mínum mönnum til hamingju með að vera eina enska liðið sem komið er áfram. Óska líka Liverpool og Chelsea með að vera dottið úr leik, þeir áttu það svo sannarlega skilið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli