Í gær fengum við Erla tvö börn til viðbótar á heimilið. Runi og Heiðrún voru nefnilega að fara í matarboð með fjölskydu Heiðrúnar í Malmö og fengu því Ástþór Ingi og Kristján Daði að gista hjá okkur á meðan. Það er aldeilis búið að vera nóg að gera og ljóst að það er ekki tekið út með sældinni að vera þriggja barna faðir :)
Nú sitjum við bara í stofunni að horfa á Magga Slef taka flikk flakk hægri vinstri í Latabæ því við þorum ekki út í kuldann. Það er nefnilega 5 stiga frost í Kaupmannahöfn!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli