föstudagur, mars 17, 2006

Glitnir er rauður!

Þá hefur Íslandsbanki fengið vænlega yfirhalningu. Blái viðskiptaliturinn fékk að fjúka fyrir sjóðheitum lit Samfylkingarinnar (og Og Vodafone :)). Ætli landinn verði ekki að fá að venjast þessu aðeins, því þetta er talsverð breyting. Sjálfur er ég viðskiptavinur Glitnis (fyrrum Íslandsbanka) en þar sem ég bý ennþá í Kaupmannahöfn þá hef ég ekki orðið var við alla breytinguna á útibúum ofl. sem flestir sjá heima á Íslandi.

Ég er að vísu búinn að vita af þessari breytingu síðan 1. febrúar þegar ég var sendur heim til Íslands í "briefing." Þar sem ég hef verið vefhönnuður Íslandsbanka/Glitnis í gegnum árin var ég kallaður inn á teppi og beðinn um að hanna vefinn með tilliti til nýja merkisins. Það útlit er ss. það sem þið sjáið í dag á www.glitnir.is og tel ég það bara hafa heppnast með ágætum, þótt rauuuuutt sé!

Vonandi fær þessi síða svo að lifa lengur en í hálf ár (sem er ca. lifitíminn á gamla isb.is vefnum sem fékk ma. 2 verðlaun :))

Engin ummæli: