Það er óhætt að fullyrða að vorið er á næstu grösum. Hitinn loksins kominn upp fyrir frostmark á daginn og örlar meira á sólinni gert hefur síðustu vikur og mánuði, já mig hlakkar sko til!
Í tilefni þess að vorið fer að koma hef ég ákveðið að breyta yfir í hvítt á þessari síðu. Svarti liturinn var orðinn full dökkur fyrir þennan árstíma :)
Annars er ekki mikið að frétta. Guðjón Ingi búinn að vera með hita um helgina og við höfum reynt að slappa aðeins af. Fórum til Runa og Heiðrúnar í gærkvöldi og bökuðum pizzu að hætti þeirra hjóna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli