mánudagur, mars 27, 2006
Helgin sem leið
Þetta var bara aldeilis prýðileg helgi. Á föstudaginn hélt Baldvin (FC Guðrún) upp á þrítugsafmælið sitt og mættu flestir strákarnir úr boltanum í veisluna. Þegar við laddmundur mættum á svæðið stóð afmælisbarnið við grillið og var að kokka upp glóðsteiktar rauðar pylsur á danska mátann. Pyslsunum var svo skolað niður með ca. 10 kössum af bjór (dugar ekkert minna). Á laugardeginum vaknaði ég svo gríðarlega "hress" eftir atburði næturinnar og ákvað að skella mér í dýragarðinn með Jr. Hitti runa og Ástþór Inga fyrir utan innganginn og við löbbuðum um garðinn í skíta kulda. Það var þó gaman að sjá að bæði ljónin og birnirnir í garðinum eru komin með afkvæmi og voru litlu birnirnir sérstaklega sætir. Fengum svo laddmund og tósu í kjúttling um kvöldið og horfðum á idol saman. Sunnudeginum eyddum við svo feðgarnir saman heima að leika á meðan mamma var að læra með runa (sem svaf víst allan tímann hehe) úti á Solbakken :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
...alltaf hægt að gera grín af því þegar ég seg!!!! zzzzzzzzzz
sef....
er nú stafsetninga nasistinn farinn að skrifa undir dulnefni?
Skrifa ummæli