miðvikudagur, janúar 18, 2006
Daglega rútínan
Daglega rútínan datt næstum í gang í morgun. Alveg frá því við félagarnir hættum að fara til Malmö að vinna hefur þetta verið svolítil óreyða. Þórunn og Erla báðar heima að læra og við vinnandi alla daga heima við. Eins og áður sagði (í eldri færslu) fékk ég aðstöðu hjá Íslandsbanka niður við Amalieborg og er stefnan sett á 3 daga í viku þar. Það hefur þó verið erfitt að byrja sökum matarboða og gestagangs undanfarna daga. Það varir þó bara út vikuna og tekur því við ný og spennandi vika nk. mánudag :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli