mánudagur, janúar 23, 2006
Can I take your order?
Um helgina hringdi í mig kona sem var nokkuð í glasi. Talaði hún dönsku en sökum áfengisdrykkju var tal hennar frekar bjagað og óskiljanlegt. Það varð fljótt augljóst að þetta var engin kurteisishringing (er það reyndar sjaldan kl. að ganga miðnætti á laugardagskvöldum). Konan var semsagt að panta sér mat, kínverskan mat. Í stað þess að segja við konuna að hún væri að hringja í vitlaust númer ákvað ég fyrir kurteisissakir að taka fyrir hana pöntun. Það var nú samt eins og hún væri að hringja í mig útaf áfenginu frekar en matnum því hún pantaði 2 skammta af djúpsteyktum rækjum, 1 skammt af Chou-Main og 5 hvítvínsflöskur. Gaman að því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli