Um síðustu helgi kom pabbi hennar Erlu í heimsókn með konu sinni. Elva systir Erlu kom með og Maggi maki með henni. Það var heljarinnar stuð þá 4 daga sem þau dvöldu hér í Kaupmannahöfn og má helst telja til óeirðirnar sem stóðu hér yfir útaf Ungdómshúsinu á Nørrebro. Við fórum að sjálfsögðu út að borða og vill ég minnast sérstaklega á Umami sem er einn "lekkerasti" staður sem ég hef stigið inná. Hálfgert fusion á japönskum og frönskum mat. Virkilega girnilegt allt saman. Svo var auðvitað verslað í gámavís og ófáar taxfree nóturnar fylltar út. Good times.
Ég og laddmundur erum komnir með nýja skrifstofu og er hún frábærlega staðsett, eða við hliðina á Ráðhústorginu (Vestergade). Það var orðið ansi þreytandi að vinna heima alla daga og góð tilbreyting að ferðast niður í menninguna og hitta annað fólk. Svo í hádeginu labbar maður bara niður á Strikið og fær sér eitthvað í gogginn. Gott stuff.

Svo var fyrsti leikur sumarsins háður á laugardeginum og fór hann fram við Brønby Strand. Þar tókust á lið Guðrúnar og BSI í hörku leik sem endaði 2-3 fyrir okkar lið. Hann var að vísu flautaður af eftir 5 mínútur af seinni hálfleik vegna uppþota og slagsmála á milli leikmanna. Ég vill þó meina að ég hafi ekkert haft með það að gera .... :P
Wasn't me!
1 ummæli:
Já, var Jonni Firestarter ekki ánægður með Umami? Upplifun fyrir öll skynfærin að fara þangað að snæða.
Skrifa ummæli