mánudagur, mars 12, 2007

Vikan sem leið

Ætli sé ekki ágætt að líta um öxl og fara yfir það markverðasta síðustu daga.

Um síðustu helgi kom pabbi hennar Erlu í heimsókn með konu sinni. Elva systir Erlu kom með og Maggi maki með henni. Það var heljarinnar stuð þá 4 daga sem þau dvöldu hér í Kaupmannahöfn og má helst telja til óeirðirnar sem stóðu hér yfir útaf Ungdómshúsinu á Nørrebro. Við fórum að sjálfsögðu út að borða og vill ég minnast sérstaklega á Umami sem er einn "lekkerasti" staður sem ég hef stigið inná. Hálfgert fusion á japönskum og frönskum mat. Virkilega girnilegt allt saman. Svo var auðvitað verslað í gámavís og ófáar taxfree nóturnar fylltar út. Good times.

Ég og laddmundur erum komnir með nýja skrifstofu og er hún frábærlega staðsett, eða við hliðina á Ráðhústorginu (Vestergade). Það var orðið ansi þreytandi að vinna heima alla daga og góð tilbreyting að ferðast niður í menninguna og hitta annað fólk. Svo í hádeginu labbar maður bara niður á Strikið og fær sér eitthvað í gogginn. Gott stuff.

Annars er ég bara búinn að vera á kafi í vinnu. Tvær stórar ráðstefnur í síðstu viku og um helgina og var ég með fingurna í þeim báðum. Framadagar voru haldnir á Hótel Sögu og stillti ég upp bás fyrir tengdó en hann rekur hugbúnaðarfyrirtækið Annata hf. Básinn kom einmitt í fréttunum um kvöldið og má sjá sjá það hér. Svo var Idega með bás á Tækni og Vit sýningunni í Fífunni um helgina. Ég kom lítið nálægt því reyndar en hannaði auðvitað merki og nýja vefsíðu fyrirtækisins. Þannig það er búið að vera nóg að gera.

Svo var fyrsti leikur sumarsins háður á laugardeginum og fór hann fram við Brønby Strand. Þar tókust á lið Guðrúnar og BSI í hörku leik sem endaði 2-3 fyrir okkar lið. Hann var að vísu flautaður af eftir 5 mínútur af seinni hálfleik vegna uppþota og slagsmála á milli leikmanna. Ég vill þó meina að ég hafi ekkert haft með það að gera .... :P

Wasn't me!

1 ummæli:

Drekaflugan sagði...

Já, var Jonni Firestarter ekki ánægður með Umami? Upplifun fyrir öll skynfærin að fara þangað að snæða.