miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Veturinn kominn

Ég er að horfa út um gluggan og sé tvo bíla pikk fasta í þessari litlu brekku sem liggur yfir brúna hérna rétt hjá. Svo koma hinir fákarnir á þrusu siglingu og ætla sko ekki að láta þessa ofur brekku stoppa sig en átta sig svo allt of sein á hinum bílunum sem sitja fastir. Danir eru í tómu rugli þegar svona veðrátta gengur yfir.

Það er óhætt að segja að veturinn hafi skollið á í dag, með látum. Íslendingar eru nú öllu vanir en þetta teldist á "íslenskan mælikvarða" svona hressandi snjókoma. Danirnir eiga bara eitt orð og það er "SNESTORM" eða snjóstormur.

Hér eru heldur engar ýtur eða snjóruðningstæki eins og á Íslandi. Hér mokar bara hver fyrir sig og ef það dugar ekki þá ertu í djúpum. Þeir hafa sig þó alla við að moka hjólreiðastígana enda yrði allt vitlaust hér ef fólk fengi ekki komast leiðar sinnar á hjóli.

Svo verður spennandi að vakna í fyrramálið og kíkja út um gluggann. Danir eru að tala um 20cm af snjó!

Engin ummæli: