fimmtudagur, febrúar 08, 2007

The return

Úr svartnættinu rís hann, tvíefldur og ferskari en nokkru sinni fyrr. Eða þannig ...

Ég fór til Íslands í lok janúar. Tók auðvitað konu og barn með og ákváðum við að hafa þetta svona "surprise" heimsókn. Sjálfur þurfti ég að sinna vinnutengdum málum og fór því mestur hluti vikunnar í að hitta viðskiptavini og aðra á meðan Erla brunaði um á bílaleigubílnum og sýndi Guðjón Inga.

Maður fór ekki varhluta af verðlaginu heima. Eiginlega er ég hálf feginn að búa í Danmörku á meðan þessi harðasta verðbólga ríður yfir landið. Þótt ég fái stóran hluta tekna minna frá Íslandi þá munar um þegar verslað er í matinn.

Ég fór eitt skipti á Nonna bita (eins og ég reyni oftast að gera þegar ég fer til Íslands) og fór ég í hádeginu. Ég spurði afgreiðslukonuna hvort þau byðu ekki upp á eitthvað hádegistilboð og játti því. Ég fékk mér því einn beikon og gosdós. "Níuhundruð og þrjátíu krónur" sagði konan. Ég spurði hana hvort það væri ekki alveg örugglega hádegistilboð og jú, vissulega var það það. Ég borgaði auðvitað fyrir bátinn en fyrir vikið smakkaðist hann ekki eins. Sósan var bitur og beikonið óætt.

Sama kom fyrir þegar ég skellti mér á minn uppáhalds stað, American Style. Pantaði auðvitað beikon borgara eins og ég geri aftur og viti menn, tæplega fjórtánhundruð krónur fyrir máltíðina. Ég átti auðvitað ekki orð ...

Þessu til samanburðar má nefna að þegar ég og laddmundur félagi minn förum í matarleit í hádeginu þá er markið alltaf sett við 50 dkr. max sem er um 590 kr. Við höfum úr nægu að velja. Við getum skellt okkur á Fontana di Trevi sem býður upp á bestu pizzur í bænum og kostar venjuleg pizza (í hádeginu) 31 danska krónu. Ef við förum til Grænlendingsins hérna úti á horni sem gerir ljúffengar beikon samlokur þá kosta þær 30 krónur, beygla kostar 42 og rúnstykki og álegg er í sama verðflokki. Það sér hver heilvita maður að þarna er mikill verðumunur á.

Það er ekki mjög vænlegt að flytja heim núna ...

5 ummæli:

Ingvi Rafn sagði...

Já ég lenti í sama þegar ég var á klakanum í janúar. Það var tekinn beikonbátur og heavy special. Og það kom stór hola í veskið. En maður lætur sig hafa það einstaka sinnum, þetta er svo helvíti gott..

Unknown sagði...

það var alveg sama hvar maður var að versla á íslandi núna í lok janúar, allsstaðar fannst maður einhver vera að stela af manni peningum - miðlungs þeytingur SEXHUNDRUÐ KRÓNUR - Kók og pylsa FJÖGURHUNDRUÐ KRÓNUR.
Það er ekki laust frá því að manni sé aðeins ýlt í afturendanum eftir þetta allt saman!!!

Drekaflugan sagði...

Þetta var rosa tilboð...vill helst ekki heyra hvað prísinn var án þess. Ekki fyrir hjartveika. Samt hressilegt að fá svona draugasögur við og við. Minnir mann á hvað maður hefur það gott hérna úti...
kv
Gun

Nafnlaus sagði...

Djöfs. væl er þetta í ykkur. Og Runólfur, enn í þeyting og pylsum? Hvar eru nýársheitin????

Oddur og Kristín í København sagði...

Hvaða væl er þetta??