mánudagur, október 30, 2006

Wii vs. the rest

Nú keppast allir risarnir við að framleiða nýjustu og bestu leikjavélina. Microsoft eru þegar búnir að leggja sitt af mörkunum með Xbox 360 og Sony ætlar að draga lappirnar fram í desember og gefa sína vél, PlayStation 3 fyrir Kína/Japan og Bandaríkjamarkað.

Það yrði kaldur dagur í helvíti ef ég mundi einhverntíma kaupa mér Microsoft vöru svo ég hef horft nokkuð stíft á vörur Sony. Sjálfur á ég Sony PSP og líkar mjög vel.

Síðustu daga hefur þó önnur leikjavél bankað upp á hjá mér og er framleiðandi hennar enginn nýgræðingur. Þetta er leikjavélin Wii frá Nintendo. Það skemmtilega við Nintendo Wii vélina er að þarna er verið að prufa eitthvað nýtt í leikjagerð. Með nýrri fjarstýringu er hægt að draga notandann inn í leikina og leyfa honum að taka þátt með því að draga sig upp úr sófanum. Hinar leikjavélarnar fara þessa hefðbundnu leið og gera útlitið flott og leikina enn flottari en einhverntíma verður það þreytt og á þá fólk eftir að þyrpast að nýju vélinni fá Nintendo.

Á þessari síðu er hægt að horfa á myndskeið af fólki skemmta sér konunglega með fjarstýringuna.

Búinn að bæta þessu við á óskalistann minn á Amazon :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

asskoti sniðug græja. Á eftir að vera ágætis tilbreyting frá öllum Singstar partýunum.

Jonni sagði...

já, það verður að viðurkennast. Þetta er smá antíklæmax. HD er augljóslega framtíðin og lélegt að Wii skuli ekki styðja þá tækni í nýju vélunum. Ég ætla þó ekki að útiloka að þeir styðji það í framtíðinni ... update á Wii?