mánudagur, október 23, 2006

Ég er ekki dauður

Nei, þvert í frá. Það er mikið búið að ganga á síðustu vikur og daga og því hefur ekki gefist mikill tími til skrifa.

Eins og frægt er orðið fórum við Erla í pílagrímsferð til Nýju Jórvíkur í byrjun október. Ég held að mér sé óhætt að segja að þangað verður farið aftur einhvern daginn. Við áttum svo 3 daga á Íslandi sem áttu að fara í vinnu og frágang á hinu og þessu. Á miðvikudeginum fór ég að finna til í olnboganum og ákvað að fara niður á slysó snemma á fimmtudeginum. Þá var olnboginn orðinn vel út þaninn og ákvað læknirinn (eftir 2 klst. bið á biðstofunni) að stinga í þetta þrisvar sinnum með nál. Ekki bar það þó tilætlaðan árangur og ákvað hann því að vefja þessu öllu inn í þykkar umbúðir og setja mig á sýklalyf.

Seinna um daginn fékk ég svo hita og lá fyrir allan næsta dag, drullu slappur með bólginn olnboga. Svona ætlaði ég ekki að eyða dögunum á Íslandi. Á föstudeginum var ég eitthvað að hressast og fórum við fjölskylan í stór afmæli hjá Ástþóri afa hennar Erlu. Þar var auðvitað margt um manninn, mikið hlegið og mikið talað. Runi kom alla leið frá Danmörku sem leynigestur við mikinn fögnuð fjölskyldu og vina.

Kvöldinu (og nóttinni) eyddi ég svo uppi á slysó aftur þar sem ég var settur á sýklalyf í æð. Lækninum fannst bólgan ekkert hafa minnkað og taldi lyfin ekki hafa borið tilskyldan árangur. Þetta þurfti ég svo að endurtaka daginn eftir áður en við fórum í flug heim til Danmerkur.

Ef ég tek saman alla klukkutímana sem ég þurfti að bíða niðri á slysó þá hafa þeir verið uþb. 8. Magnað það.

Engin ummæli: