þriðjudagur, október 10, 2006

NY - Dagur 5 og 6

Það reyndist örlítið erfiðara en ég hélt í fyrstu að halda úti daglegu bloggi um ferðina til New York. Á milli þess sem maður labbaði, verslaði og skoðaði þá var sofið.

Það var þó á engan hátt slakað á síðustu tvo dagana í borg dauðans. Sunnudagurinn hófst í MoMA safninu sem einnig mætti kalla Nýlistasafnið. Þar skoðuðum við verk ekki minni manna en Picasso, Salvador Dali og Andy Warhol. Þaðan tókum við túrista rútu og rúntuðum um bæinn og enduðum niðri í miðbæ þar sem við hoppuðum út og virtum fyrir okkur Ground Zero (þar sem Tvíburaturnarnir voru áður). Þar fengum við tækifæri til að sjá ljósmyndir frá þessum örlagaríka degi í september. Myndirnar voru mjög lýsandi fyrir það sem gekk á þennan dag og greinilegt að sumt fólk tók þetta mikið til sín og sumir áttu erfitt með að halda aftur tárunum.

Þaðan var haldið upp Broadway þar sem við höfðum orðið okkur út um miða á söngleikinn .http://www.blogger.com/img/gl.link.gif Fengum frábær sæti á þessa fínu sýningu og var mjög gaman að geta farið á "Broadway Musical" á meðan við vorum stödd í New York. Eftir sýninguna löbbuðum við um Times Square og tók ég þar ma. þessa mynd sem mér fannst heppnast vel :)

Síðasti heili dagurinn okkar fór svo í labbitúr um Litlu Ítalíu og Kínabæ. Þvílík geðveiki sem sá bæjarhluti er. Mér fannst þetta alveg magnað andrúmsloft þar. Eins og sönnum Íslendingum sæmir eltum við einn kauða inn í búð þar sem hann opnaði leynihurð og leiddi okkur inn í lítið 10 fermetra herbergi fullt af Prada, Louis Vuitton og Gucci töskum upp um alla veggi. Erla keypti sér fallega Prada tösku og kostaði hún aðeins 25$ sem er auðvitað bara grín. Áfram héldum við upp Canal Street (aðal tösku gatan) þar til við komum að Broadway (ein stærsta verslunargatan) og hófum síðari verslunardaginn. Þessi verslunardagur var þó í styttra lagi þar sem við áttum pantað borð á flottum veitingastað um kvöldið, Asia De Cuba og okkur langaði heim að hvíla okkur aðeins. Við dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss og tókum leigubíl á veitingastaðinn. Þessi staður var frábær í alla staði og virkilega kósý :)

Eftir matinn fórum við svo aftur heim og horfum á Studio 60 (nýja uppáhalds þáttinn okkar). Morgundagurinn var aðeins nokkra klukkutíma í burtu með tilheyrandi tösku pakki og flugi heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sælir, þetta er engin smá mynd! Er nýji þrífóturinn að gera sig þarna? Eða ert að styðjast við gamla góða Long John?

Jonni sagði...

heyrðu, ég setti nú bara kvikindið ofan á einhvern rafmangs kassa og náði því að hafa shutterinn opinn í lengri tíma. Keypti þrífótinn daginn eftir ;)