mánudagur, október 09, 2006

NY - Dagur 4

Fjórði dagurinn snérist um menningu. Hófst dagurinn í margfræga American Museum of Natural History (safnið sem Ross í Friends starfaði ma. í). Þar voru risaeðlur og uppstoppuð dýr auk þess sem við sáum frábæra sýningu, Cosmic Collition í boði Robert Redford. Við sátum innan í stórum bíó sal sem var í laginu eins og kúla og þegar maður hallaði sér aftur þá blasti við manni himininn.

Þegar við komum út af safninu blasti við okkur Central Park í allri sinni dýrð. Stærðin á þessum garði er ótrúleg. Ég las einhverstaðar að hann væri tvisvar sinnum stærð Monaco! Þar löbbuðum við um og virtum fyrir okkur alla hlauparana og joggarana sem voru að nýta sér góða veðrið til útiveru. Eftir góðan labbitúr vorum við komin að mínu uppáhalds safni, Guggenheim. Þar var sýning á verkum Zaha Hadid. Við löbbuðum upp spíralinn sem gerir þessa byggingu svo einstaka og nokkuð reglulega kíkti ég yfir handriðið til að sjá alla leið niður á botninn.

Næst þrömmuðum við niður 5th avenue. Framhjá öllum flottu íbúðabyggingunum sem hafa fancy dyravörð í anddyrinu sem segja "Good morning sir, can I get you a taxi?" Ekki ódýrt að eiga íbúð þarna, það get ég sagt ykkur. Við löbbuðum dágóða stund áður en við lentum á öllum verslununum. Auðvitað kíktum við inn í nýju Apple verslunina (stóra glerkubbinn) ásamt því að kíkja í Nike búðina, Tiffany's, Louis Vuitton og Barneys. Ótrúlega flottar búðir þarna sem eru ekkert að hafa fyrir því að verðmerkja hlutina ...

Þar næst kíktum við á Trump Towers og fengum okkur kaffi á Starbucks. Áfram var göngunni haldið niður 5th avenue og skoðuðum við Rockefeller Center þar sem NBC studios eru með búð. Þegar við svo komum að MoMA (Museum of Modern Art) safninu sem átti að vera síðasti dagskrárliðurinn þennan daginn var búið að loka. Því var haldið heim á leið og stoppað á Two Cups til að fá sér góða pizzu.

Það væri gaman að fá að vita hve marga kílómetra við löbbuðum þennan daginn ... :)

Engin ummæli: