fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Daglega hugleiðingin

Mikið var gaman að stíga út í glampandi sólskin í morgun, setjast á reiðfákinn og halda áleiðis í vinnuna. Þetta er ágætis tilbreyting frá því að hjóla í mígandi rigningu, það get ég alveg sagt.

Á mótum Smallegade/Gl. Kong Vej og Falconer Álle er Araba strákur sem réttir reiðhjólafólki og öðru gangandi fólki dagblaðið. Ég geri alltaf smá keppni úr þessu, hjóla ógeðslega hratt og ímynda mér að ég sé í 1000 metra boðhlaupi ... eða boðhjóli? Í morgun gerði ég mig þó að algjöru fífli þegar ég náði ekki að grípa blaðið, heldur sló það úr höndinni á aumingja manninum. Ég þurfti auðvitað að snúa við og sækja blaðið, keyrandi umferð til lítillar ánægju. Hvað með það, ég sit á skrifstofunni núna með heitan kaffibolla og blaðið mitt. Það er skiptir öllu máli.

Annars er eins og flestir Danir séu upp til hópa á móti dagblöðum. Þeir standa nú í biðröðum á dönsku pósthúsunum, bíðandi eftir miðum til að líma á póstkassann sinn sem bannar allan ruslpóst. Ég segi það bara fyrir mitt leiti að ef ég hefði ekki fengið Fréttablaðið inn um lúguna hjá mér á hverjum degi (eða svona næstum því á hverjum degi. Blaðberinn okkar var algjör haugur!) þá hefði ég sennilega misst vitið.

Talandi um dagblöð. Í blaðinu í gær var grein um Alfons Åberg, betur þekktur á Íslandi sem Einar Áskell. Vissuð þið að "alfons" þýðir "melludólgur" á dönsku?

Engin ummæli: