mánudagur, júní 26, 2006

Forvarnahúsið

Á föstudag fyrir helgi opnaði Sjóvá nýtt hús sem allt er helgað forvörnum. Húsnæði liggur svo til í bakgarðinum hjá Sjóvá eða í því húsnæði sem áður hýsti prentvélar Morgunblaðsins.
“Markmiðið með Forvarnahúsinu er að efla og samræma forvarnir í landinu með aðal áherslu á slysavarnir. Forvarnahúsið verður þannig öflugt þekkingarsetur um slysavarnir. Eitt helsta hlutverk Forvarnahússins er að miðla upplýsingum og fræða almenning um slysavarnir. Starfsmenn Forvarnahússins munu starfa með fyrirtækjum, félagasamtökum og opinberum aðilum að eflingu og samhæfingu slysavarna.„
Að þessu tilefni var opnuð síða með upplýsingum um verkefnið. Síðuna hannaði ég og sáu félagar mínir hjá Origo (aka. TM Software) um að vefa þetta saman. Verkið tók aðeins viku að gera (hönnun + forritun) og finnst mér bara hafa tekist bærilega til. Hvað finnst þér?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara ansi mikið nett og kjút Jonni, til hamingju! :)
Núna ætla ég að prenta út og gera #tjékk# við allt sem ég er búin að gera, það er svo gaman. :)