Þá er James Blunt loksins búinn að gaula sitt síðasta og hundruðir Blunt aðdáenda streyma um stræti Peter Bangs Vej. Ég bý nefnilega við hliðina á KB hallen (á Íslandi væri það Laugardalshöllin) svo það fer ekkert fram hjá mér þegar það eru tónleikar í gangi. Það getur stundum verið pirrandi að heyra hlandölvaða danina hlaupandi um í leit að leigubíl heim og allt bílflautið sem fylgir (Danir eru crazy á bílflautunni!!) en ég læt það slide-a enda oft fín tónlist sem verið er að spila á þessum hljómleikum ... repect. Annars er þetta búið að vera frekar dapur dagur vinnulega séð, er eiginlega búinn að sitja og horfa á skjáinn í allan dag. Sennilega þunglyndi bara. Engin furða að þetta sé kallaður ömurlegasti dagur ársins af sumum ...
Góðu fréttirnar eru að á morgun verður pöntuð og borguð sólarlandarferð. Krít here I come!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli