mánudagur, janúar 16, 2006
Metro maður
Eftir að við fjölskyldan fluttum til Kaupmannahafnar hef ég komist upp á lagið með að nota lestarkerfið hér í borg. Það er einstaklega þægilegt og það einfaldlega virkar. Auðvitað koma upp bilanir (eignlega allt of oft) en maður er tilbúinn að horfa fram hjá því því það er allt betra en að keyra bíl. Þegar maður var heima á Íslandi átti maður bíl, borgaði af honum skatta, klessti hann á 5-10 ára fresti og peningarnir gjörsamlega fuðruðu upp í bensín kostnað. Þessu þarf maður ekki lengur að hafa áyggjur af. Ég kaupi mér klippikort reglulega og hoppa upp í lestina þegar mér hentar (enda kemur hún á 10 mínútna fresti.)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
eg veit, þetta er fallegt.
Skrifa ummæli