
Hvernig er hægt að sakna Íslands á degi sem þessum? Það er komið fram í Október og ennþá er betra veður úti en á heitustu sumardögum á Íslandi. Ég sótti Guðjón Inga í leikskólann og löbbuðum við feðgar heim að venju í þetta skipti í 18 stiga hita og glaða sólskini. Mér var svo heitt að ég þurfti beinlínis að fækka fötum. Veður spáin segir mér líka að svona verði þetta út vikuna ... jafnvel lengur.
3 ummæli:
Hva, eins og veðrið sé það eina. Þú grætur úr þér augun á hverjum sunnudegi milli 17 og 18 ... viðurkenndu það bara!!!
Hefði getað notað þig í dag ... fúff, bad team effort!!!
Þarftu ekki að koma á klakkann eina helgi? Boltinn bíður þá eftir þér ...
Skrifa ummæli