fimmtudagur, maí 10, 2007

Fyrsti dagurinn í París

Þá er það ein létt bloggfærsla um fyrsta daginn í París.

Við Erla vöknuðum snemma í morgun og tókum morgunflugið hjá SAS til Parísar. Lentum á Charles de Gaulle um kl. 10 og skelltum okkur bara í Metro niður í bæ eins og sönnum Dönum sæmir :)

Það var smá vesen að finna hótelið enda er það í svo lítili götu en það hafðist á endanum. Pínulítið kósý hótel rétt hjá Louvre safninu góða. Eftir smá hvíld uppi í rúmi héldum við á stað út menninguna og löbbuðum í gegnum Louvre garðinn og beint yfir á pont de neuf. Fundum Saint Chappelle kirkjuna og ákváðum að kíkja þangað inn enda hafði Laddi félagi mælt með því. Þvílík gluggalist sem er þarna inni að það jaðrar við geðveiki. Eftir Saint Chappelle löbbuðum við áfram með viðkomu á nokkrum börum og fengum okkur öl. Enduðum á Notre Dame kirkjunni og kíktum á hana. Þvílík byggingalist ...

Erum uppi á hótelherbergi núna og ætlum snemma í háttinn. Langur dagur á morgun :)

Vonandi nær maður að skella inn fleiri færslum héðan.

1 ummæli:

Oddur og Kristín í København sagði...

Þú verður að kíkja á Jim Morrison fyrir mig, ég bið að heilsa honum!