mánudagur, ágúst 21, 2006

Google jörð


Mikið hef ég gaman að því að surfa um heiminn með músinni minni og Google Earth. Með nokkrum smellum er maður búinn að zoom-a á húsnúmer hjá félaga sínum sem var að flytja til Bandaríkjanna. Alveg ótrúlegt.

Einusinni fór ég til Los Angeles og keyrði þar um. Ég var svaka spenntur fyrir að sjá Hollywood skiltið margfræga en sama hvað ég leitaði lengi þá fann ég það aldrei (sem er skrítið því maður hefði haldið að þetta væri hangandi yfir borginni!!). Með Google Earth tók þetta mig hálfa mínútu og ég stóð sama sem fyrir framan skiltið :)

Hvað er meira? Jú, þessi síða er sniðug. Skoðaðu allar vinsælustu síður í heiminum án mynda og sjáðu hvort þú þekkir þær. Ég þekkti nú flestar ...

Gaktu í lið með Internetinu og berstu fyrir hlutleysi okkar allra!

Að lokum er hér hið margfræga George Foreman grill sem hægt er að tengja við tölvuna. Ég veit að mig langar í eitt svona á skrifstofuna :)

Engin ummæli: