fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Erfið byrjun

Það er ekki auðvelt að fara á fullt eftir 3 vikna rólegheit og tölvuleysi.

Frekar rólegt í vinnunni, er að vinna á hæga en afkastamikla tempóinu hlustandi á Antony and the Johnsons (Tona og Jónsana). Þið vitið hvað ég á við. Ég er nefnilega að detta í þetta Antony and the Johnsons æði sem allir eru löngu búnir að ganga í gegnum. Þetta er svo ólýsanlega falleg melódía og vill ég þá helst nefna "Cripple and the Starfish", "Man Is the Baby" og "You Are My Sister" (með Boy George) sem uppáhald.

Hildur tengdó og systkini Erlu (Guðný og Markús) komu í gær. Þau ætla eitthvað að spreða sumarhýrunni sinni heyrði ég. Ætli þau verði ekki að fara í Fields. Það er nefnilega demba úti :)

Engin ummæli: