þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Back in the game

Sumarfríið búið. Þvílík sorg. Þetta eru búnar að vera fínar 3 vikur þótt svo ein þeirra hafi farið í rúmlegu og veikindi. Það þýðir þó ekki að örvætna því við konan erum þegar farin að skipuleggja næsta frí. Í byrjun október ætlum við að fara í víking til Stóra Eplisins, New York. Þar ætlum við að baða okkur í menningu og drykk og njóta alls sem þessi víðfræga borg hefur upp á að bjóða.

Ég var duglegur að glugga í bækur í fríinu og kláraði ma. frábæra teiknimyndasögu, "V" For Vandetta. Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að klára bókina áður en ég sæi myndina svo það var loksins um helgina sem ég settist niður og horfði á þessa annars fínu mynd. Laddi vinur lánaði mér aðra bók að lesa og heitir hún Maus eftir Art Spiegelman. Einstaklega vel heppnuð bók sem fjallar á sannsögulegan hátt um seinni heimsstyrjöldina og helför Nasista gegn Gyðingum. Bókin er sett upp í teiknimyndaformi þar sem höfundurinn notast við dýr til að teikna sögupersónur sínar. Þannig verða Gyðingar mýs, Nasistar eru kettir, Kanar eru hundar og Pólverjar eru svín til að nefna eitthvað. Þess má geta að bókin er fyrst teiknimyndabóka til að fá Pulitzer verðlaun.

Engin ummæli: