Það vakti athygli mína frétt á mbl áðan sem fjallaði um hækkun skatta á tóbaki. Ég stóð á fætur og klappaði fyrir þessari þessari lesningu. Það er talið að á næstu 50 árum væri hægt að bjarga 114 mannslífum bara með því einu að hækka skatta. Það skal tekið fram að sígarettur drepa hvorki meira né minna en 5 milljónir manna á ári hverju, það eru hreint út sláandi tölur.
Ég hef alltaf verið mikill andstæðingur sígarettureykinga, það mætti ganga svo langt og segja að ég hef óbeit á fólki sem reykir. Ég get ekki gert að því, fólk sem blæs þessum tjörumettaða, eitraða reyk framan í mig og mína fjölskyldu á bara skilið að deyja! Sterk orð, ég veit en ég er viss um að innst inni hugsar þú (sem reykir ekki) "mikið er ég sammála."
Ég hef líka oft velt því fyrir mér hvað mundi gerast ef td. Ísland mundi banna alfarið reykingar í landinu? Ísland er einmitt kjörið til að prufa eitthvað svona byltingarkennt því við erum svo fá og búum þar að auki á eyju. Ætli fólk mundi flytja eitthvað annað aðeins til þess að geta tottað á tjörupinna? Skilja við fjölskylduna og vinnuna bara til að fá meira nikótín? Ég held ekki. Ísland gæti verið þekkt sem "Reyklausa landið" og hlotið mikla viðurkenningu fyrir. Er þetta nokkuð svo langsótt hugmynd?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ekki bara langsótt heldur alfarið óframkvæmanleg. Hefurðu aldrei heyrt um áfengisbannið sem var við lýði á þriðja/fjórða áratug síðustu aldar? Virkaði ekki þá og mun heldur ekki virka núna. Eiturlyf eru ólögleg en samt sem áður er þeirra neytt daglega á Íslandi. Greinilegt að bann við þeim er að gera góða hluti... ;)
ahhh þröngsýni Þórhallur, verð aldrei leiður á honum. Frjálshyggjan á eftir að skilja þig eftir tómann í kollinum. Allavega þá mundi algjört bann við reykingum ekki koma í veg fyrir allar reykingar, það er bara kjánalegt að halda það. Það mundi bara hinsvegar koma í veg fyrir að þegar ég færi á gott kaffihús með fjölskyldunni að maður á næsta borði færi blásandi krabbameini í mig og aðra í kringum mig. Sama má segja um næturklúbba og aðra staði. Fólk gæti bara reykt heima hjá sér ef það vildi. Just keep me and my none-smoking friends out of it.
Er orðinn svo dauðleiður á því að reykingafólk líti á þetta sem einhver forréttindi!!
Ég vissi ekki að þú aðhylltist svona forsjárhyggju eins og hækkun á skatti á vöru, til að minnska neyslu, er.
Mér finnst ekki óeðlilegt að banna reykingar á almenningsstöðum ss. börum og kaffihúsum þar sem reyklausir líða fyrir ósið annarra og ég held að það yrði miklu öflugri forvörn heldur en skattaforsjárhyggja.
Það sama er í gangi með áfengi á Íslandi þar sem ríkisstjórnin ákveður að hafa himinháa skatta undir því yfirskyni að hátt verð varni því að fólk drekki of mikið. Sem er bara hálfvitaskapur. Þetta er mesta tekjulind ríkisins og við kyngjum því bara og kaupum rauðvínsflösku og ríkið fær 600 kall af henni.
Forsjárhyggja er frá djöflinum og USA og btw. vissi ekki að þú hefðir óbeit á mér sniff sniff
haha. Auðvitað hef ég ekki ekki óbeit á þér Eva mín, þú er nú bara einusinni "casual smoker" ;) Látum það slide-a í þetta skiptið ...
Auðvitað er það, eins og ég tók fram langsótt að setja algjört bann við reykingum. Það yrði bara svo mikið "in your face" í reykingamenn út um allan heim.
Með skattana, þá verð ég að vera smá ósammála. Það er einungis vegna þess að nú hef ég mál til samanburðar. Ég er búinn að búa á Íslandi, veit hvernig það er að fara í ríkið á föstudögum og kaupa mér kippu fyrir þúsara og drekka það í þessu eina partý sem ég var búinn að lofa mér í. Ef ég þarf meira þá fer ég bara á barinn.
Eftir að ég flutti til Danmerkur þá er ég alltaf með amk. tvo kassa úti á svölum. Ég drekk bjór flesta daga vikunnar, ekki afþví bjórinn er betri hérna (sem hann er reyndar) heldur afþví hann kostar minni pening en vatn. Danir drekka líka mun meira af bjór en Íslendingar. Ég vill meina að verðlag (og skattar auðvitað) hafi eitthvað með það að gera ...
Já bjórinn er ljúflega ódýr í útlöndum, er einmitt líka með kassa úti á svölum;) En ég á hann ekki bara af því að hann er svo ódýr. Ég vil frekar meina að ég leyfi mér oftar að fá mér bjór af því að hann er ódýrari en heima Íslandi og mér finnst það bara allt í læ.
Ég held að auðvitað myndi áfengisneysla aukast fyrst ef skatturinn á áfengi yrði lækkaður en það er ekki þar með sagt að þjóðin leggist í suddadrykkju og endi ælandi úti í skurði hehehe. Ég held frekar að vínmenning myndi komast á hærra stig heima og hætta að vera svona "weekend thang" að fá sér vínglas. Get nú samt ekki beðið eftir að fara heim í sumar og hella mig fulla í partýi og beint á djammið hahahhahaa.
Kveðja frá BCN,
Eva Casual
ps. þurfti að skrifa "wehag". Er hag ekki beygla? Er þá wehag svona glöð beygla?
Skrifa ummæli