
Ekki þykir mér leiðinlegt að fara á Bubba tónleika, hvað þá ef þeir eru haldnir hér í kóngsins Kaupmannahöfn. Við runi gerðum okkur dagamun og skelltum okkur á þessa annars ágætu tónleika. Þeir voru haldnir á
Bryggen sem er einskonar menningarhús okkur Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Bubbi byrjaði á rólegu nótunum og spilaði mikið af nýju efni. Það fór ekkert á milli mála að skilnaðurinn við Brynju hefur tekið á sálina og skein það í gegnum lagatextana hans. Hann tók þó einn og einn slagara inn á milli eins og Stál & hníf (stuttu útgáfuna), Syneta og auðvitað mitt uppáhald, Rómeo og Júlíu. Hann var svo kallaður tvisvar upp á svið eftir mikið lófatak áhorfenda og tók þá langann og blúsaðann gítarsóló sem endaði með því að einn strengurinn slitnaði. Sannur rokkari þarna. Lifi byltingin!!
2 ummæli:
Hvað er langt síðan Bubbi hætti að standa fyrir eitthvað sem líkja má við byltinu?
Skrifa ummæli