sunnudagur, október 08, 2006

NY - Dagur 3

Þriðji dagurinn okkar í New York snérist aðeins um eitt og voru það innkaup.

Við fórum frá íbúðinni og tókum stefnuna á Soho (South of Houston). Þar er mikil verslunarmenning og vilja heimamenn meina að þetta ágæta hverfi sé orðin ein stór verslunarmiðstöð. Við Erla byrjuðum á að labba niður Lafayette götu þar sem slatti af flottum hönnuðum eru með búðir. Þar er td. Brooklyn Industries og WESC (takk Egill). Keypti mér bol og tösku í B.I og erla keypti sér topp í WESC. G·STAR létum við vera enda kostuðu gallabuxurnar þar heila 160$! Áfram hélt leið niður Lafayette og fengum við okkur brunch á kaffihúsi í Soho. Þaðan löbbuðum við svo yfir á aðal verslunargötuna, Broadway. Við fikruðum okkur niður Broadway með því að fara í eina búð í einu. Eftir langan dag með ótal innkaupapoka tókum við Erla þá dramatísku ákvörðun að labba heim með allt draslið, sem og við gerðum. Við erum svo miklar hetjur ...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

karkaaa (eins og risaeðlurnar segja)... kv. from the iceage=)

p.s. hef komist að þeirri niðurstöðu að það er kuldinn sem gerir mann svona skritinn! jáhá, kuldinn kemur í veg fyrir að heilastrfsemin virkar.

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra frá ykkur aftur, já það er hægt að versla í NY

Nafnlaus sagði...

NY er algjör snilld. Ég rétt renndi í gegnum Soho því miður. En er það ekki South of Howson eða eitthvað svoleiðis?

Jonni sagði...

Það er rétt ... SoHo er stytting á "South of Houston" (borið frá Háston). Nolita er þá "North of Little Italy" osfrv.