þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ömurlegasti dagur ársins!

Þá er James Blunt loksins búinn að gaula sitt síðasta og hundruðir Blunt aðdáenda streyma um stræti Peter Bangs Vej. Ég bý nefnilega við hliðina á KB hallen (á Íslandi væri það Laugardalshöllin) svo það fer ekkert fram hjá mér þegar það eru tónleikar í gangi. Það getur stundum verið pirrandi að heyra hlandölvaða danina hlaupandi um í leit að leigubíl heim og allt bílflautið sem fylgir (Danir eru crazy á bílflautunni!!) en ég læt það slide-a enda oft fín tónlist sem verið er að spila á þessum hljómleikum ... repect. Annars er þetta búið að vera frekar dapur dagur vinnulega séð, er eiginlega búinn að sitja og horfa á skjáinn í allan dag. Sennilega þunglyndi bara. Engin furða að þetta sé kallaður ömurlegasti dagur ársins af sumum ...

Góðu fréttirnar eru að á morgun verður pöntuð og borguð sólarlandarferð. Krít here I come!!

mánudagur, janúar 23, 2006

Sól og sumar hér kem ég

Á eftir ætlum við Erla að fara niður á Ráðhúspladdsen og henda okkur á eina sólarlandaferð. Við erum búin að liggja yfir bæklingum og vefsíðum í mánuð núna og kominn tími á að gera eitthvað í málunum. Það er þó eins og Danir upp til hópa fari ekkert til útlanda yfir sumarmánuðina. Allavega hefur maður fengið það á tilfinninguna þegar við höfum haft samband við ferðaskrifstofurnar, "Nei við fljúgum ekki þangað á sumrin" var oftast svarið. Hér eru vetrarferðir aðal söluvaran ...

Stefnan er sett á Spán eða Krít, spennandi verður að sjá hvað gerist seinnipartinn :)

Can I take your order?

Um helgina hringdi í mig kona sem var nokkuð í glasi. Talaði hún dönsku en sökum áfengisdrykkju var tal hennar frekar bjagað og óskiljanlegt. Það varð fljótt augljóst að þetta var engin kurteisishringing (er það reyndar sjaldan kl. að ganga miðnætti á laugardagskvöldum). Konan var semsagt að panta sér mat, kínverskan mat. Í stað þess að segja við konuna að hún væri að hringja í vitlaust númer ákvað ég fyrir kurteisissakir að taka fyrir hana pöntun. Það var nú samt eins og hún væri að hringja í mig útaf áfenginu frekar en matnum því hún pantaði 2 skammta af djúpsteyktum rækjum, 1 skammt af Chou-Main og 5 hvítvínsflöskur. Gaman að því.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Daglega rútínan

Daglega rútínan datt næstum í gang í morgun. Alveg frá því við félagarnir hættum að fara til Malmö að vinna hefur þetta verið svolítil óreyða. Þórunn og Erla báðar heima að læra og við vinnandi alla daga heima við. Eins og áður sagði (í eldri færslu) fékk ég aðstöðu hjá Íslandsbanka niður við Amalieborg og er stefnan sett á 3 daga í viku þar. Það hefur þó verið erfitt að byrja sökum matarboða og gestagangs undanfarna daga. Það varir þó bara út vikuna og tekur því við ný og spennandi vika nk. mánudag :)

mánudagur, janúar 16, 2006

Yðar hátign ...

Í dag gerðist svolítið merkilegt. Ég gekk á fund Margrétar Danadrottningar. Fékk aðstöðu í Amalieborg í gegnum Íslandsbanka sem er með skrifstofu þar. Aðstaðan hér er alveg gjörsamlega til fyrirmyndar. Ný uppgerð, borðin með svona hækki, lækki fídus, tölvur á hverju borði, ný kaffivél og matur í ísskápnum sem gætti fætt 10 manns í mánuð. Margrét, hvar ertu búin að vera allt mitt líf?

Metro maður

Eftir að við fjölskyldan fluttum til Kaupmannahafnar hef ég komist upp á lagið með að nota lestarkerfið hér í borg. Það er einstaklega þægilegt og það einfaldlega virkar. Auðvitað koma upp bilanir (eignlega allt of oft) en maður er tilbúinn að horfa fram hjá því því það er allt betra en að keyra bíl. Þegar maður var heima á Íslandi átti maður bíl, borgaði af honum skatta, klessti hann á 5-10 ára fresti og peningarnir gjörsamlega fuðruðu upp í bensín kostnað. Þessu þarf maður ekki lengur að hafa áyggjur af. Ég kaupi mér klippikort reglulega og hoppa upp í lestina þegar mér hentar (enda kemur hún á 10 mínútna fresti.)

föstudagur, janúar 13, 2006

Nokkrir punktar

· Keypti mér prentara í síðustu viku. Canon PIXMA MP450.
· Tengdó og konan hans að koma í dag.
· Djöfull er Arsenal búið að skíta upp á bak.
· Er búinn með 1/3 af GTA fyrir PSP.
· Hlutabréfin í Apple hækka og hækka.
· DV er sori.
· Þorrablót Íslendingafélagsins nálgast.
· Ég elska Danmörku.
· Rassgat.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

"Nú, það er ekki eftir neinu að bíða ..."

"... en bíðum samt aðeins." (setning fengin að láni úr Áramótaskaupi Sjónvarpsins 1985)

Laddmundur hefur skotið á mig og í þetta skipti skaut hann neðarlega. Ég get ekki annað en komið með rosalega færslu, færslu sem á eftir að fá fólk til að klóra sér í hausnum og velta fyrir sér hvort maðurinn sé ekki bara mesti blogg snillingur vestan Elliðána. Færslu sem á eftir að fá gamla heimspekinga til að velta sér við í gröfinni.

.... en fyrst, ætla ég í sturtu.