fimmtudagur, október 12, 2006

New York - Wrap Up

Síðasti dagurinn fór í að henda öllu í tösku og gera allt klárt fyrir kvöldflugið sem beið okkar. Eftir létt morgunpakk var haldið út í góða veðrið og tókum við stefnuna á Chinatown. Löbbuðum þar í gegn og versluðum nokkra trefla og Pashmínur. Þaðan var haldið upp í upbeat hverfi Greenwitch Village þar sem margt er að sjá. Við löbbuðum upp Bleeker street sem hefur að geyma allskonar búðir, allt frá Ralf Lauren til ostabúðarinnar sem selur uþb. 300 osta í það heila. Halli sinn hafði sagt mér frá bakarí í götunni sem heitir Magnolia Bakery og gerir bestu Cupcakes í heimi. Auðvitað keyptum við Erla okkur sitthvora kökuna og átum með bestu list.

Við vorum ekki búin að fara niður að Washington merkinu (The Arch) og ákváðum að labba þar framhjá og taka mynd. Þar var hinsvegar verið að taka upp nýja mynd Will Smith I am Legend og erfitt að var að ganga um án þess að sviðsfólk væri að fæla mann frá. Áfram héldum við niður á við og enduðum aftur á Broadway. Þar keypti ég mér þrífót fyrir nýju myndavélina og Erla kíkti í síðustu búðirnar áður en haldið var aftur heim í íbúð.

Það gekk vel að pakka (þótt svo við hefðum þurft að fjárfesta í nýrri íþróttatösku fyrir allt draslið sem við keyptum) og vorum við komin upp í leigubíl á leið út á flugvöll nokkuð tímanlega (þrátt fyrir umferð). Allt gekk eins og í sögu uppi á JFK flugvelli og gekk flugið líka eins og í sögu. Við vorum meira að segja 20 mínútum á undan áætlun þegar við lentum kl. 5.50 í morgun (miðvikudag). Heim var heldið til Hildar tengdó og þar lögðum við okkur aðeins áður en við fórum niður á Reykjavíkurflugvöll að sækja Guðjón Inga sem hafði verið hjá afa sínum og ömmu á Egilstöðum.

Ég á mjög líklega eftir að skrifa betri ferðasögu um þessa frábæru ferð þegar tími gefst :)

Engin ummæli: