þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Kuldakveðja

Þessi færsla kemur úr ísköldu klakaboxinu, Íslandi. Fór í loftið í gærkvöld, þokkalega slakur á því. Lítið að gera á flugvellinum og ég slapp nokkuð auðveldlega í gegnum tjékkin-ið og vopnaleitina. Ráfaði aðeins um í flughöfninni áður en ég hélt að lokum inn í flugvél.

Ég flaug með Iceland Express í þetta skipti og mundi ég hiklaust velja það flugfélag aftur ef ég fengi að velja. Það er ekki bara nóg pláss fyrir fæturnar á manni heldur er andrúmsloftið afslappað og þægilegt. Ekkert stanslaust áreiti eins og í vélum Icelandair, "Má bjóða þér Morgunblaðið?", "Hvað má bjóða þér að drekka?", "Viltu kaffi?", "Tollfrjálsan varnig?", "Meira kaffi?" Ef einhver ætlar að leggja sig í vél Icelandair, þá getur hann/hún gleymt því!

Ég lenti svo seint í gær og í þessum litla norðan garra. Ég á peysunni einni átti auðvitað von á sól og sumri enda ennþá ágúst eftir því sem ég best man. En nei, ekki á Íslandi ... brrrrrrrrrr.

Ég held svo aftur heim á leið á morgun svo ef einhver vill hitta á mig í dag eða á morgun þá er bara að slá á þráðinn :)

Kveðja úr 10 stiga hita!

Engin ummæli: